Heilbrigðisþjónusta – Good to Know

Heilbrigðisþjónustu er hægt að nálgast á heilsugæslustöðvum um land allt. Til að bóka tíma hjá lækni samdægurs er hægt að hafa samband við síðdegisvaktir. Smelltu hér til að finna næstu heilsugæslustöð, skoða opnunartíma og fá upplýsingar um bráðaþjónustu.

Læknavaktin býður upp á símaráðgjöf á milli 17:00 og 08:00 á virkum dögum, um helgar og á helgidögum. Sími: 1700 og 1770.

Sjúkratryggingar: Heilbrigðistryggingakerfið á Íslandi er greiðsluþátttökukerfi sem dregur úr heilbrigðiskostnaði fólks. Hins vegar er ekki öll heilbrigðisþjónusta gjaldfrjáls. EES-borgarar greiða jafn mikið og íslenskir ríkisborgarar fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi svo lengi sem þeir eru með evrópska sjúkratryggingakortið. Ríkisborgarar annarra landa fá enga niðurgreiðslu og greiða fullt gjald.

Lyf er hægt að nálgast í apótekum um land allt.

Nánari upplýsingar um heilbrigðisþjónustu á Íslandi má finna hér.