Ferðaþjónusta – Good to Know

Hvað gera flestir ferðamenn á Íslandi?

Flestir heimsækja Ísland að sumri til (júní – ágúst).

Ísland er skemmtilegur áfangastaður allan ársins hring. Á sumrin er veðrið mildara og ferðamenn geta notið björtu sumarnáttanna, en kosturinn við að koma á veturna er að þá eru færri ferðamenn. Þá er jafnframt möguleiki á að sjá norðurljós.

Flestir ferðamenn dvelja í 6-8 nætur á Íslandi.

Þeir dvelja nú lengur en fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn.

Flestir ferðamenn gista á hótelum, gistihúsum eða á tjaldsvæðum.

Nánari upplýsingar um hvaða gisting er í boði og hvar er hægt að finna hér.

Flestir ferðamenn heimsækja höfuðborgarsvæðið og Suðurland.

Ein af helstu ástæðum fyrir því að þessi svæði eru fjölsótt er nálægð þeirra við Keflavíkurflugvöll, en flestir koma til Íslands í gegnum flugvöllinn.

Flestir ferðamenn ferðast um Ísland á bílaleigubíl.

Þar sem flestir ferðast um Ísland á eigin vegum er mikilvægt að upplýsa ferðamenn um öryggismál eins og umferðarreglur og færð á vegum (sjá Öryggi).

Vinsælasta afþreying ferðafólks eru náttúruböð, sundlaugar og söfn.

Framboð á afþreyingu fyrir ferðamenn er mjög fjölbreytt. Smelltu hér til þess að fá upplýsingar um hvaða afþreying er í boði og hvar.

Fjöldi erlendra ferðamanna

Ferðamönnum á Íslandi fór að fjölga verulega árið 2011 eftir efnahagshrunið og eldgosið í Eyjafjallajökli. Árið 2017 fór fjöldi ferðamanna í fyrsta sinn yfir 2 milljónir. Á meðan á heimsfaraldri stóð dróg úr komum ferðamanna en þeim fór að fjölga aftur þegar ferðatakmörkunum var aflétt.

Flestir ferðamenn (yfir 90%) koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll.

Ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipum eru taldir sér (nánar hér).

Þjóðerni

Flestir erlendir ferðamenn koma frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu.