Áfangastaðir og aðdráttarafl – Good to Know

Áfangastaðir eftir landshlutum

Norðurland

Norðurland er vingjarnlegur og friðsæll landshluti. Þar er hægt að heimsækja Akureyri, stærsta bæ Íslands utan höfuðborgarsvæðisins, fjölmörg sjarmerandi sjávarþorp, vinsælasta skíðasvæði landsins og íslensku jólasveinana í Dimmuborgum.

Mælt er með því að aka Norðurstrandarleiðina og Demantshringinn til þess að upplifa það sem Norðurland hefur upp á að bjóða.

Vinsælir áfangastaðir:

 1. Hvítserkur
 2. Kolugljúfur
 3. Sauðárkrókur
 4. Hofsós
 5. Hólar í Hjaltadal
 6. Siglufjörður
 7. Akureyri
 8. Goðafoss
 9. Húsavík
 10. Ásbyrgi
 11. Heimskautsgerðið (The Arctic Henge)
 12. Dettifoss
 13. Mývatn & Námafjall
 14. Aldeyjarfoss
 15. Askja & Herðubreiðarlindir
 16. Hveravellir
 17. Hrísey
 18. Grímsey

Höfuðborgarsvæðið

Höfuðborgarsvæðið er þekkt fyrir ríkulegt menningarlíf, spennandi næturlíf og afslappað andrúmsloft. Í miðbænum er skemmtileg blanda af litríkum bárujárnshúsum og nútímalegum byggingum sem bjóða upp á úrval verslana, safna og annarra áhugaverðra staða. Aðalgöturnar eru Laugavegur og Skólavörðustígur.

Vinsælir áfangastaðir:

Reykjanes

Reykjanes einkennist af hömrum, hrauni, gígum, eldfjöllum og jarðhita. Reykjanes hefur verið viðurkennt sem „UNESCO Global Geopark“ vegna jarðfræðilega mikilvægra minja og landslags.

Vinsælir áfangastaðir:

 1. Reykjanesbær & vitinn á Garðskaga
 2. Bláa Lónið, Fagradalsfjall & Grindavík
 3. Gunnuhver, Reykjanesviti & brúin milli heimsálfa
 4. Kleifarvatn & Seltún

Suðurland

Landslagið á Suðurlandi er einstaklega fallegt og fjölbreytt. Hægt er að skoða og upplifa náttúruna allan ársins hring.

Vinsælir áfangastaðir:

 1. Hveragerði & Selfoss
 2. Þingvellir
 3. Geysir
 4. Gullfoss
 5. Hjálparfoss & Gjáin í Þjórsárdal
 6. Hekla
 7. Þórsmörk
 8. Eyjafjallajökull
 9. Skógafoss & Seljalandsfoss
 10. Vík, Reynisfjara & Dyrhólaey
 11. Landmannalaugar
 12. Kirkjubæjarklaustur & Fjaðrárgljúfur
 13. Skaftafell
 14. Jökulsárlón
 15. Hoffellsjökull
 16. Höfn & Vestrahorn
 17. Vestmannaeyjar

Austurland

Austurland einkennist af litlum þorpum, fallegum strandlengjum, djúpum fjörðum, fossum og fjöllum. Það er alltaf stutt í náttúruna og gestir geta notið útivistar allan ársins hring.

Vinsælir áfangastaðir:

 1. Kárahnjúkar & Hafrahvammagljúfur
 2. Snæfell
 3. Stuðlagil
 4. Hengifoss
 5. Djúpivogur
 6. Stöðvarfjörður
 7. Eskifjörður
 8. Neskaupsstaður (Norðfjörður)
 9. Hallormsstaðaskógur
 10. Egilsstaðir
 11. Seyðisfjörður & Regnbogagatan
 12. Mjóifjörður
 13. Borgarfjörður eystri & Hafnarhólmi
 14. Vopnafjörður & Ljósastapi

Vestfirðir

Vestfirðir kallast norðvesturhluti landsins sem einkennist af djúpum og stórbrotnum fjörðum. Á Vestfjörðum er lítil sem engin fjöldaferðamennska og er landshlutinn sagður eitt af best geymdu leyndarmálum Íslands.

Góð leið til þess að ferðast um Vestfirði er að aka Vestfjarðaleiðina.

Vinsælir áfangastaðir:

 1. Látrabjarg
 2. Rauðasandur
 3. Patreksfjörður
 4. Dynjandi
 5. Valagil
 6. Ísafjörður
 7. Vigur
 8. Hornstrandir
 9. Djúpavík
 10. Hólmavík

Vesturland

Vesturland einkennist víða af fallegu og áhugaverðu landslagi. Vesturland er þekkt fyrir söguferðaþjónustu, fossa og jökla.

Vinsælir áfangastaðir:

 1. Akranes
 2. Hvalfjörður & Glymur
 3. Borgarnes
 4. Deildartunguhver
 5. Húsafell & Hraunfossar
 6. Eiríksstaðir
 7. Búðardalur
 8. Stykkishólmur
 9. Flatey
 10. Kirkjufell
 11. Búðir
 12. Hellnar
 13. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Íslandi er skipt upp í sjö landshluta með tilliti til ferðaþjónustu. Hver landshluti hefur sína eigin vefsíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um áfangastaði ferðamanna og þá þjónustu sem er í boði.

Smelltu á kortið til þess að fá frekari upplýsingar um vinsælustu áfangastaðina í hverjum landshluta.

Hægt er að nálgast upplýsingar um ferðaþjónustu á öllu landinu á visiticeland.com.

Árstímabundið aðdráttarafl

Norðurljós

Eitt helsta aðdráttarafl Íslands á veturna eru norðurljós.

Þau er aðeins hægt að sjá á veturna (vanalega frá miðjum september þangað til um miðjan apríl). Til þess að hægt sé að sjá norðurljós þarf að vera heiðskýrt og jörðin þarf að vera innan í straumi sólvinds.

Á auroraforecast.is er hægt að skoða norðurljósa- og skýjahuluspá.

Íshellar

Á veturna (vanalega frá október fram í mars) er hægt að skoða íshella, en það fer mikið eftir veðri.

Víða erlendis er hægt að skoða sömu íshellana ár eftir ár, en á Íslandi breytast aðstæður eftir hvern vetur og því þurfa leiðsögumenn að finna nýja hella ár hvert.

Ekki er mælt með að fara inn í íshella nema með reyndum jökla- eða fjallaleiðsögumanni og nauðsynlegum öryggisbúnaði.

Smelltu hér til að sjá hvaða fyrirtæki bjóða upp á íshellaferðir með leiðsögn.

Auk íshella sem myndast náttúrulega getur ferðafólk einnig skoðað manngerða íshella allan ársins hring.

Lundar

Á sumrin er hægt að sjá lunda á Íslandi, vanalega frá miðjum apríl fram í lok ágúst.

Meðal vinsælustu staða til að sjá lunda eru:

.