Veður og öryggi – Good to Know

Veðurviðvaranir

Veður á Íslandi getur breyst á örskömmu tíma og því er mikilvægt að fylgjast alltaf vel og reglulega með veðurspám. Vindur og vindhviður geta verið sérstaklega hættulegar. Hægt er að lesa meira um veðrið á Íslandi hér.

Veðurstofa Íslands gefur út litamerktar veðurviðvaranir (grænar, gular, appelsínugular og rauðar) í samræmi við hættustig. Rauð viðvörun samsvarar hæsta hættustiginu.

Þegar veðurviðvörun er í gildi er það tilkynnt á vef Veðurstofu Íslands í gulum kassa og í hægra horninu efst á forsíðunni.

Með því að smella á viðvörunina getur þú fengið nánari upplýsingar um viðvörunina, þ.m.t. hvers konar veðri von er á, hvað það mun standa lengi og hvar á landinu það gangi yfir.

Dæmi um gula viðvörun á vedur.is

Að klæða sig vel

Ferðamenn þurfa að klæða sig vel og vera viðbúnir öllum veðrum. Mikilvægt er að hafa meðferðis hlýjan, vindþéttan og vatnsheldan fatnað og geta klæðst lagskipt. Jafnframt þarf að huga að góðum gönguskóm.

Ferðafólk vanmetur oft veðrið og hefur ekki reynslu af veðri þar sem rok, rigning og kuldi skella á samtímis. Kynntu þér leiðbeiningar um viðeigandi klæðnað á safetravel.is.