Veðurspá
Veður á Íslandi getur breyst á örskömmum tíma og því er mikilvægt að fylgjast alltaf vel og reglulega með veðurspám. Vindhviður eru sérstaklega varasamar.
Á vedur.is getur þú skoðað veðurspár sem Veðurstofa Íslands gefur út.
Mælt er með að skoða veðurþáttaspár frekar en staðarspár, því staðarspár eru oft ónákvæmar.
Smelltu hér til að fá upplýsingar um veðurviðvaranir.
Hitastig og dagsbirta
Meðalhitastig
Í töflunni getur þú séð meðalhitastigið á Íslandi fyrir hvern mánuð.
Þar sem ferðamenn geta átt von á kulda, rigningu og vindi á Íslandi allan ársins hring er mikilvægt að taka með sér hlýjan og vatnsheldan fatnað svo hægt sé að klæða sig eftir veðri.
Reykjavík | Akureyri | |
Janúar | -0.5 C° / 31 F | -2.2 C° / 28 F |
Febrúar | 0.4 C° / 33 F | -1.5 C° / 29 F |
Mars | 0.5 C° / 33 F | -1.3 C° / 30 F |
Apríl | 2.9 C° / 37 F | 1.6 C° / 35 F |
Maí | 6.3 C° / 43 F | 5.5 C° / 42 F |
Júní | 9.0 C° / 48 F | 9.1 C° / 48 F |
Júlí | 10.6 C° / 51 F | 10.5 C° / 51 F |
Ágúst | 10.3 C° / 51 F | 10.0 C° / 50 F |
September | 7.4 C° / 45 F | 6.3 C° / 43 F |
Október | 4.4 C° / 40 F | 3.0 C° / 37 F |
Nóvember | 1.1 C° / 34 F | -0.4 C° / 31 F |
Desember | -0.2 C° / 32 F | -1.9 C° / 29 F |
Sólarupprás / sólsetur
Á veturna eru dagarnir stuttir og það líða ekki nema fjórir tímar á milli sólaruppkomu og sólarlags þegar styst er.
Yfir hásumarið dimmir hins vegar ekki.
Reykjavík | Akureyri | |
Janúar | 11:19 / 15:44 | 11:32 / 15:01 |
Febrúar | 09:55 / 17:29 | 09:51 / 17:03 |
Mars | 08:21 / 18:59 | 08:09 / 18:40 |
Apríl | 06:42 / 20:22 | 06:23 / 20:11 |
Maí | 04:39 / 22:12 | 04:09 / 22:11 |
Júní | 03:15 / 23:39 | 02:22 / 00:03 |
Júlí | 03:07 / 23:55 | 02:01 / 00:28 |
Ágúst | 04:50 / 22:15 | 04:20 / 22:14 |
September | 06:15 / 20:37 | 05:55 / 20:27 |
Október | 07:36 / 18:57 | 07:22 / 18:40 |
Nóvember | 09:23 / 16:58 | 09:19 / 16:32 |
Desember | 10:50 / 15:44 | 10:59 / 15:04 |