Vinnuvika er að meðaltali 40 klukkustundir, að meðtöldum matar- og kaffitímum. Nánari upplýsingar um réttindi launafólks er að finna á Work in Iceland eða vinnuréttarvef Alþýðusambands Íslands.
Allir launþegar greiða í lífeyrissjóði. Jafnframt greiða allir launþegar iðngjöld til stéttarfélags, sem einnig veitir þeim ákveðin réttindi. Til dæmis veita mörg stéttarfélög fræðslustyrki og bjóða orlofshús til útleigu. Nánari upplýsingar um lífeyrissjóði og stéttarfélög má nálgast hér.