Samgöngur – Good to Know

Að ferðast um Ísland á bíl

Flestir erlendir ferðamenn ferðast um Ísland akandi. Það er sérstaklega vinsælt að keyra hringveginn sem liggur um Ísland og er 1322 km langur.

Vegir á Íslandi eru alla jafna ekki jafn breiðir og vegir í heimalöndum ferðamanna. Jafnframt er hámarkshraði utan þéttbýlis lægri en margir ferðamenn eru vanir (nánar um umferðarreglur hér). Margir þeirra eru vanir að keyra á hraðbrautum í sínu heimalandi og vanmeta þ.a.l. þann tíma sem það tekur að ferðast frá einum stað til annars á Íslandi.

Smelltu á kortið til að sjá hvað það tekur langan tíma að ferðast frá Reykjavík til nokkurra áfangastaða í öðrum landshlutum.

Viltu vita hvaða vegir eru malarvegir og hvar er bundið slitlag? Smelltu á takkan hér fyrir neðan til þess að sjá kort af íslenska vegakerfinu með vegnúmerum.

Almenningssamgöngur

Það eru engar lestir á Íslandi en fyrir þau sem kjósa að ferðast með almenningssamgöngum eru þó ýmsir aðrir valkostir í boði.

Nánari upplýsingar um samgöngur á Íslandi er að finna á ferdalag.is undir „Samgöngur“.

Smelltu á kortið til þess að skoða hvernig hægt er að ferðast á milli staða með almenningssamgöngum.