Akstur á Íslandi – Good to Know

Ferðamenn sem aka um Ísland þurfa að kynna sér umferðarreglur og fylgjast vel með færð á vegum.

Á umferdin.is er hægt að nálgast upplýsingar um færð á vegum. Vegagerðin veitir einnig upplýsingar um færð símleiðis (s: 1777) á virkum dögum.

Um akstur á Íslandi

Umferðarreglur

12 ráð fyrir akstur um Ísland á safetravel.is

Umferðarskilti

Umferðarskilti

Hámarkshraði
Í þéttbýli: 50 km/klst
Utan þéttbýlis – á malarvegum: 80 km/klst
Utan þéttbýlis – vegir með bundnu slitlagi: 90 km/klst

Ökumenn þurfa að gæta sérstakrar varúðar í eftirfarandi aðstæðum:

Sauðfé á vegi: Ef kindur eru á veginum þarf að lækka hraðann. Oftast hlaupa þær af veginum ef flautað er á þær. Ef kind og lamb eru sitthvoru megin við veginn þarf ökumaður að gera ráð fyrir því að annað þeirra hlaupi yfir. Ef ökumaður keyrir á kind þarf að hringja í 112. Ökumenn gætu þurft að sæta ábyrgð sé keyrt á sauðfé á vegi.

Einbreiðar brýr: Þegar keyrt er að einbreiðri brú þarf að gæta varúðar og hægja á. Almennt gildir að ökutækið sem er nær, á réttinn.

Einbreið göng: Í einbreiðum göngum eru útskot til þess að bílar geti mæst. Þegar tveir bílar mætast þarf bílinn sem er með útskotið sín megin (hægra megin) að nýta það og víkja fyrir hinum. Mikilvægt er að aka hægt og varlega um einbreið göng.

Blindhæðir og blindbeygjur: Ökumenn þurfa að hægja á sér og gæta sérstakrar varúðar þegar um er að ræða blindhæðir og blindbeygjur.