Vegir á hálendinu eru fjallvegir, gjarnan kallaðir „F-roads“ á ensku. Til þess að keyra fjallveg þarf að vera á vel útbúnum fjórhjóladrifnum bíl. Akstur á fjallvegum er krefjandi. Fjallvegir eru margir hverjir holóttir og það þarf oft að aka mjög hægt eftir þeim.
Ferðamenn verða að kanna hvort keyra megi á fjallvegi á viðkomandi bílaleigubíl með því að rýna leiguskilmálana áður en lagt er af stað.
Á veturna er ófært á hálendinu. Opnun fjallvega fer eftir veðurfari, en er yfirleitt á tímabilinu frá lokum maí til júníloka.
Ferðamenn sem keyra fjallvegi þurfa að búa yfir þekkingu og reynslu af akstri í krefjandi aðstæðum. Auk þess þarf að vera á vel útbúnum, fjórhjóladrifnum bíl.
Á hálendinu þurfa ökumenn oft að þvera ár. Mælt er með að ökumenn sem hafa ekki reynslu af slíku snúi við og keyri þar sem ekki þarf að þvera. Bílatryggingar ná alla jafna ekki yfir tjón sem verður þegar ekið er yfir ár.
Kynntu þér upplýsingar á safetravel.is um akstur á hálendinu.
Vinsælir fjallvegir (vegnúmer) | Opnun í fyrsta lagi | Opnun í síðasta lagi |
Kjölur (35) | 24. maí | 15. júní |
Sprengisandur (F26) | 20. júní | 9. júlí |
Landmannaleið / Dómadalur (F225) | 28. maí | 14. júlí |
Sigalda í átt að Landmannalaugum (F208) | 24. maí | 20. júní |
Aðrir fjallvegir | sjá hér |