Þjóð – Good to Know

Íbúar

Efnahagur

Gjaldmiðill

Frídagar

Matur

Stjórnmál

Tungumál

Vegabréfsáritanir

Vinnumarkaður

Á Íslandi búa um 390.000 manns.

Um 67.000 (17% íbúa) eru erlendir ríkisborgarar.

Fólk á Íslandi býr við strendur landsins. Á miðhálendinu er ekki föst búseta.

Flestir (um 65%) búa á höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborg Íslands er Reykjavík.

Á Íslandi búa um 390.000 manns.

Um 67.000 (17% íbúa) eru erlendir ríkisborgarar.

Fólk á Íslandi býr við strendur landsins. Á miðhálendinu er ekki föst búseta.

Flestir (um 65%) búa á höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborg Íslands er Reykjavík.

Íslenska efnahagskerfið byggir á þremur stoðum:

  • tekjum af erlendum ferðamönnum (ferðaþjónustu)
  • útflutningi sjávarafurða
  • útflutningi iðnaðarvara (fyrst og fremst ál og ál-afurða)

Íslenski gjaldmiðilinn kallast Íslenska Krónan (ISK).

Algengast er að fólk borgi með kredit- eða debitkortum. Ekki er tekið við American Express alls staðar.

Frídagar á Íslandi eru 16 talsins.

  • Nýársdagur (1. janúar)
  • Skírdagur
  • Föstudagurinn langi
  • Páskadagur
  • Annar í páskum
  • Uppstigningardagur (40 dögum eftir páska)​
  • Hvítasunnudagur (50 dögum eftir páska)​
  • Annar í Hvítasunnu
  • Sumardagurinn fyrsti (þriðji fimmtudagurinn í apríl)​
  • Baráttudagur verkalýðsins (1. maí)
  • Þjóðhátíðardagur Íslendinga (17. júní)
  • Frídagur verzlunarmanna (fyrsti mánudagurinn í ágúst)
  • Aðfangadagur jóla (24. desember) eftir kl. 12:00
  • Jóladagur (25. desember)
  • Annar í jólum (26. desember)
  • Gamlársdagur (31. desember) eftir kl. 12:00

Smelltu hér til að nálgast upplýsingar um aðrar hátíðir og hefðir á Íslandi.

Ísland er þekkt fyrir hágæða sjávarrétti, enda hefur fiskveiði verið samofin íslenskri menningu og sögu um aldaraðir.

Lambakjöt er einnig mikilvægur hluti af íslenskri matarmenningu.

Grænkerum og vegan hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Með því að nýta jarðvarma er hægt að rækta íslenskt grænmeti allan ársins hring.

Smelltu hér til þess að læra meira um íslenskan mat.

Smelltu hér til þess að finna veitingastaði á Íslandi.

Ísland er lýðveldi og lýðræðisríki.

Löggjafarþing Íslands kallast Alþingi og er í miðbæ Reykjavíkur. Alþingi er elsta starfandi þing í heimi.

Kosningar til Alþingis fara fram á fjögurra ára fresti.

Opinbera tungumálið á Íslandi er íslenska.

Flestir tala líka ensku.

Margir tala dönsku, norsku eða sænsku.

Á haefni.is er hægt að nálgast Fagorðalista ferðaþjónustunnar sem er orðasafn algengra orða og frasa sem notaðir eru í ferðaþjónustu. Fagorðalistinn er á þremur tungumálum: Íslensku, ensku og pólsku.

Ísland er aðili að Schengen-samstarfinu, sem tryggir frjálsa för fólks yfir landamæri 26 aðildarríkja og geta ríkisborgarar þeirra dvalið á Íslandi í allt að 90 daga án þess að sækja um vegabréfsáritun.

Ríkisborgarar utan Schengen þurfa að framvísa gildu vegabréfi (gilt í a.m.k. þrjá mánuði frá komudegi). Hér er hægt að fletta því upp hvaða ríkisborgarar þurfa að sækja um vegabréfsáritun til Íslands.

Vinnuvika er að meðaltali 40 klukkustundir, að meðtöldum matar- og kaffitímum. Nánari upplýsingar um réttindi launafólks er að finna á Work in Iceland eða vinnuréttarvef Alþýðusambands Íslands.

Allir launþegar greiða í lífeyrissjóði. Jafnframt greiða allir launþegar iðngjöld til stéttarfélags, sem einnig veitir þeim ákveðin réttindi. Til dæmis veita mörg stéttarfélög fræðslustyrki og bjóða orlofshús til útleigu. Nánari upplýsingar um lífeyrissjóði og stéttarfélög má nálgast hér.