Öldur: Við ýmsar strendur (t.d. Reynisfjöru) geta öldur verið varasamar og gengið langt inn á land. Slíkar öldur eru það kröftugar að þær geta hrifið fólk með sér út á sjó.
Jarðhitasvæði: Hitinn við jarðhitasvæði er oft um 100°C. Því er mikilvægt að forðast snertingu við vatnið og fylgja merktum gönguleiðum.
Hálka á göngustígum: Á veturna er oft hálka á göngustígum, sér í lagi nálægt fossum. Þá er mælt með því að nota mannbrodda.
Ferðamenn þurfa að fylgja reglum og leiðbeiningum sem standa á skiltum og þeim ber að virða afgirt svæði.