Á Íslandi býr fólk við fjölbreytta náttúruvá (jarðskjálfta, eldgos, snjóflóð o.s.frv.).
Þegar hætta er á náttúruhamförum eru viðvaranir birtar á forsíðu vedur.is í gulum kassa og á safetravel.is.
Þegar slíkar viðvaranir eru í gildi er mikilvægt að miðla þeim til ferðafólks og brýna fyrir því að fylgjast vel með.
Hlutverk Almannavarna er að takast á við mögulegt hættuástand (þ.m.t. náttúruvá) og upplýsa almenning um hvernig bregðast eigi við í neyðartilfellum.
Smelltu hér til að fá upplýsingar um hvernig best er að varast og bregðast við náttúruvá.