Slysavarnarfélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita. Þúsundir sjálfboðaliða og sérfræðinga eru virk í björgunarsveitum um land allt og aðstoða íbúa og ferðafólk á landi og sjó. Aðstoð í neyðartilfellum er gjaldfrjáls. Hins vegar geta ferðamenn sem fara ekki eftir reglum og koma sér vísvitandi í hættu, átt von á sekt og rukkun fyrir björgunaraðstoð.