Á veturna (vanalega frá október fram í mars) er hægt að skoða íshella, en það fer mikið eftir veðri.
Víða erlendis er hægt að skoða sömu íshellana ár eftir ár, en á Íslandi breytast aðstæður eftir hvern vetur og því þurfa leiðsögumenn að finna nýja hella ár hvert.
Ekki er mælt með að fara inn í íshella nema með reyndum jökla- eða fjallaleiðsögumanni og nauðsynlegum öryggisbúnaði.
Smelltu hér til að sjá hvaða fyrirtæki bjóða upp á íshellaferðir með leiðsögn.
Auk íshella sem myndast náttúrulega getur ferðafólk einnig skoðað manngerða íshella allan ársins hring.